Vatíkanið sýnir fordæmalausa samvinnu

Emanuela Orlandi hvarf eftir að hafa komið úr tónlistartíma í …
Emanuela Orlandi hvarf eftir að hafa komið úr tónlistartíma í Róm.

Vatíkanið hyggst sína fulla samvinnu með yfirvöldum í Róm til að reyna að varpa frekara ljósi á mannshvarf sem varð fyrir 40 árum.

Mun það vera í fyrsta skipti sem Vatíkanið sýnir lögregluyfirvöldum fulla samvinnu við það að upplýsa sakamál.

Málið er víðfrægt á Ítalíu og á rætur sínar að rekja til þess þegar 15 ára gömul stúlka að nafni Emanuela Orlandi hvarf sporlaust eftir að hún kom úr tónlistartíma í Róm.

Stúlkan var dóttir starfsmanns Vatíkansins. Í gegnum tíðina hafa verið uppi alls kyns samsæriskenningar um aðkomu Vatíkansins og mafíunnar að hvarfinu.

Ein lífseigasta kenningin er sú að mafían hafi rænt stúlkunni til að setja þrýsting á Vatíkanið að greiða til baka lán sem hafi verið tekið í Páfagarði.

Vatíkanið hefur ekki viljað hjálpla yfirvöldum í sakamálum hingað til.
Vatíkanið hefur ekki viljað hjálpla yfirvöldum í sakamálum hingað til. VINCENZO PINTO

 Þáttasería um mannshvarfið

Önnur kenningin er sú að stúlkan hafi verið tekin til að reyna að nota hana í skiptum fyrir lausn Tyrkjans Mehmet Ali Agca, sem reyndi að ráða páfann af dögum í mars árið 1981.

Málið hefur aldrei horfið úr minni Ítala og árið 2022 gaf Netflix út þáttaseríu undir nafninu Vatíkan stúlkan (e. Vatican girl).

Tha Local segir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert