Biðst afsökunar og segir börnin ófundin

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu.
Gustavo Petro, forseti Kólumbíu. AFP/Oscar Del Pozo

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, hefur dregið til baka óformlega yfirlýsingu sína á samfélagsmiðlum um að börnin fjögur, sem saknað hefur verið síðan 1. maí eftir flugslys í kólumbíska hluta Amazon-regnskógarins, hafi fundist á lífi.

Vísbendingar um að börnin hafi komist lífs af 

Forsetinn sendi frá sér afsökunarbeiðni í dag. Sagði hann hersveitir ótrauðar halda leitinni áfram en vísbendingar hafa fundist um að börnin hafi komist lífs af. Upplýsingar um að börnin hafi fundist á lífi bárust barnaverndaryfirvöldum í Kólúmbíu frá fólki á leitarsvæðinu.

Leit­ar­hund­ar fundu drykkjar­flösku, skæri, hár­t­eygju og ávexti sem börn­in höfðu borðað. Þá fundu björg­un­ar­sveit­ir skjól sem börn­in höfðu búið sér til úr grein­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert