Engin „töfralausn“ til

Sendinefndin fundaði meðal annars með Dmítró Ku­leba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu.
Sendinefndin fundaði meðal annars með Dmítró Ku­leba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu. AFP/Ukrainian Foreign Ministry press-service

Li Hui, sem fór fyrir sendinefnd Kína sem var stödd í Úkraínu í vikunni, sagði „enga töfralausn“ vera til til þess að leysa stríðið í Úkraínu. 

Hui, sem var sendiherra Kína í Rússlandi á árunum 2009 til 2019, hvatti úkraínsk og rússnesk stjórnvöld til að efna til friðarviðræðna. 

Und­an­farna mánuði hafa Kín­verj­ar sýnt til­b­urði til að ger­ast ein­hvers kon­ar milli­gönguaðili við lausn stærstu vanda­mála heims­byggðar­inn­ar frá Úkraínu til Mið-Aust­ur­landa.

Sendinefndin fundaði meðal annars með Dmítró Ku­leba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu. Hui tjáði Kuleba að Kína myndi „halda áfram að aðstoða Úkraínu innan ákveðna marka“.

Xi Jin­ping, for­seti Kína, fundaði með Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert