Li Hui, sem fór fyrir sendinefnd Kína sem var stödd í Úkraínu í vikunni, sagði „enga töfralausn“ vera til til þess að leysa stríðið í Úkraínu.
Hui, sem var sendiherra Kína í Rússlandi á árunum 2009 til 2019, hvatti úkraínsk og rússnesk stjórnvöld til að efna til friðarviðræðna.
Undanfarna mánuði hafa Kínverjar sýnt tilburði til að gerast einhvers konar milligönguaðili við lausn stærstu vandamála heimsbyggðarinnar frá Úkraínu til Mið-Austurlanda.
Sendinefndin fundaði meðal annars með Dmítró Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Hui tjáði Kuleba að Kína myndi „halda áfram að aðstoða Úkraínu innan ákveðna marka“.
Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í mars.