Fjögur börn eru talin hafa lifað af flugslys í Amazon-frumskóginu í Kólumbíu. Flugslysið varð 1. maí síðastliðinn og er barnanna enn saknað.
BBC greinir frá því að vélin hafi verið á leið frá Araracuara, sem er djúpt í frumskóginum í Suður-Kólumbíu, til San José del Guaviare er hún hvarf að morgni 1. maí.
Flugmaðurinn hafði tilkynnt vélarbilun.
Fleiri en 100 hermenn tóku þátt í leitaraðgerðum og fannst vélin á mánudag, tveimur vikum eftir að hún hvarf.
Lík flugmannsins, aðstoðarflugmanns og hinnar 33 ára gamallar Magdalena Mucutuy fannst nærri flugvélarflakinu í Caquetá-héraði. Mucutuy var móðir barnanna fjögurra sem eru á aldrinum ellefu mánaða til 13 ára. Börnin eru af Huitoto-ættbálknum.
Leitarhundar fundu drykkjarflösku, skæri, hárteygju og ávexti sem börnin höfðu borðað. Þá fundu björgunarsveitir skjól sem börnin höfðu búið sér til úr greinum.