Leita enn barnanna í frumskóginum

Fleiri en 100 hermenn tóku þátt í leitaraðgerðum og fannst …
Fleiri en 100 hermenn tóku þátt í leitaraðgerðum og fannst vélin á mánudag, tveimur vikum eftir að hún hvarf. AFP/Kólumbíski herinn

Fjögur börn eru talin hafa lifað af flugslys í Amazon-frumskóginu í Kólumbíu. Flugslysið varð 1. maí síðastliðinn og er barnanna enn saknað. 

BBC greinir frá því að vélin hafi verið á leið frá Araracuara, sem er djúpt í frumskóginum í Suður-Kólumbíu, til San José del Guaviare er hún hvarf að morgni 1. maí. 

Flugmaðurinn hafði tilkynnt vélarbilun. 

100 hermenn tóku þátt í leitinni

Fleiri en 100 hermenn tóku þátt í leitaraðgerðum og fannst vélin á mánudag, tveimur vikum eftir að hún hvarf. 

Lík flugmannsins, aðstoðarflugmanns og hinnar 33 ára gamallar Magdalena Mucutuy fannst nærri flugvélarflakinu í Caquetá-héraði. Mucutuy var móðir barnanna fjögurra sem eru á aldrinum ellefu mánaða til 13 ára. Börnin eru af Huitoto-ættbálknum. 

Leitarhundar fundu drykkjarflösku, skæri, hárteygju og ávexti sem börnin höfðu borðað. Þá fundu björgunarsveitir skjól sem börnin höfðu búið sér til úr greinum.  

Leitarhundar fundu drykkjarföng barnanna.
Leitarhundar fundu drykkjarföng barnanna. AFP/Kólumbíski herinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert