Deutsche Bank mun greiða 75 milljónir Bandaríkjadala, eða rúmlega tíu milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir að hagnast af meintu mansali bandaríska kynferðisafbrotamannsins og auðkýfingsins, Jeffrey Epstein.
Ónefnt fórnarlamb sem höfðaði málið gegn Deutsche Bank í nóvember, sagði Epstein hafa selt sig í mansal yfir 15 ár tímabil, frá því að hún flutti til New York árið 2003. Í sumum tilfellum greiddi Epstein henni í peningum fyrir kynlífsathafnir og er bankinn sagður hafa vitað af ólöglegu athæfi hans.
Deutsche Bank neitar sök og þá neitaði talsmaður bankans að tjá sig um málið.
Í nóvember var einnig höfðað mál gegn bankanum JP Morgan Chase. Bankinn hætti viðskiptum við Epstein árið 2013.
Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í New York árið 2019 en hann beið þá eigin réttarhalda.