Jarðarför Elísabetar II. Bretlandsdrottningar kostaði ríkið tæplega 162 milljónir punda, eða rúmlega 28 milljarða króna.
Jarðarför Elísabetar fór fram 19. september en fyrir hana lögðu þúsundir manna leið sína að Westminster Hall til að bera kistu drottningar augum.
BBC greinir frá því að innanríkisráðuneytið hafi greitt stærsta hluta kostnaðarins, eða um 74 milljónir punda.
Fjármálaráðuneytið birti kostnaðinn við jarðarförina og aðra viðburði í tengslum við andlátið.