Montana fyrsta ríkið til að banna TikTok

TikT­ok er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, en ásak­an­ir hafa …
TikT­ok er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, en ásak­an­ir hafa verið uppi um að fyr­ir­tækið safni sam­an upp­lýs­ing­um um not­end­ur og komi þeim áfram til kín­verskra yf­ir­valda. AFP/Kirill Kudryavtsev

Montana er fyrsta ríki Bandaríkjanna til þess að banna samfélagsmiðilinn TikTok. 

Greg Gianforte ríkisstjóri staðfesti ný lög þess efnis í gær. Löggjöfin er hugsuð sem prófraun á allsherjarbanni við notkun TikTok í Bandaríkjunum.

„TikTok verður óvirkt innan lögsögu Montana,“ sagði í yfirlýsingu á opinberri vefsíðu ríkisins. 

Ólögmætt verður að fara inn á miðilinn, bjóða aðgang að honum og hala TikTok niður að viðlagðri sekt, allt að tíu þúsund bandaríkjadala, fyrir hvern dag sem brotið er á lögunum. Um er að ræða tæplega eina og hálfa milljón króna. 

Þá ber Apple og Google að fjarlægja TikTok úr smáforritaverslunum sínum eða hljóta sektir. 

Bannið tekur í gildi 2024

Lögin taka í gildi á næsta ári, en verður afnumið færist TikTok í hendur fyrirtækis í ríki sem ekki er álitið andstæðingur Bandaríkjanna. 

TikT­ok er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, en ásak­an­ir hafa verið uppi um að fyr­ir­tækið safni sam­an upp­lýs­ing­um um not­end­ur og komi þeim áfram til kín­verskra yf­ir­valda.

Talsmaður ByteDance tjáði AFP-fréttaveitunni að verið væri að skerða tjáningarfrelsi Montana-búa með banninu og að það verði dómstóla að skera endanlega úr lögmæti nýju laganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert