Berlusconi rís að nýju

Silvio Berlusconi er 86 ára gamall.
Silvio Berlusconi er 86 ára gamall. AFP/Alberto Pizzoli

Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra, Ítalíu hefur verið útskrifaður af spítala eftir að hafa dvalið þar undanfarnar sex vikur.

Berlusconi sem er orðinn 86 ára hefur glímt við þráláta lungnabólgu og var fluttur í flýti á spítala þann 5. apríl síðastliðinn.

Fjölmargir á hægri væng stjórnmálanna á Ítalíu hafa lýst yfir gleði sinni með bata Berlusconi. Þannig lýsti Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, yfir ánægju sinni á Twitter með það að bandamaður hennar væri risinn úr rekkju.

Berlusconi hefur tvívegis á undanförnum tveimur vikum sent frá sér myndband frá spítalanum þess efnis að hann sé tilbúinn að fara snúa til baka í vinnu.

Flokkur hans Forza Italia er ekki með neinn arftaka á hliðarlínunni og engin merki þess að staða hans innan flokknum sé að veikjast. Flokkurinn er einn lykilflokkurinn í meirihlutasamstarfi hægri manna á Ítalíu.

Telja margir að flokkurinn standi og falli með Berlusconi sem nýtur mikils stuðnings meðal vissra hópa í samfélaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert