Berlusconi rís að nýju

Silvio Berlusconi er 86 ára gamall.
Silvio Berlusconi er 86 ára gamall. AFP/Alberto Pizzoli

Sil­vio Berlusconi, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, Ítal­íu hef­ur verið út­skrifaður af spít­ala eft­ir að hafa dvalið þar und­an­farn­ar sex vik­ur.

Berlusconi sem er orðinn 86 ára hef­ur glímt við þráláta lungna­bólgu og var flutt­ur í flýti á spít­ala þann 5. apríl síðastliðinn.

Fjöl­marg­ir á hægri væng stjórn­mál­anna á Ítal­íu hafa lýst yfir gleði sinni með bata Berlusconi. Þannig lýsti Gi­orgia Meloni, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, yfir ánægju sinni á Twitter með það að bandamaður henn­ar væri ris­inn úr rekkju.

Berlusconi hef­ur tví­veg­is á und­an­förn­um tveim­ur vik­um sent frá sér mynd­band frá spít­al­an­um þess efn­is að hann sé til­bú­inn að fara snúa til baka í vinnu.

Flokk­ur hans Forza Italia er ekki með neinn arf­taka á hliðarlín­unni og eng­in merki þess að staða hans inn­an flokkn­um sé að veikj­ast. Flokk­ur­inn er einn lyk­il­flokk­ur­inn í meiri­hluta­sam­starfi hægri manna á Ítal­íu.

Telja marg­ir að flokk­ur­inn standi og falli með Berlusconi sem nýt­ur mik­ils stuðnings meðal vissra hópa í sam­fé­lag­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert