Demantaviðskipti Rússa næst á dagskrá

Frá vinstri: Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Ursula von der Leyen, …
Frá vinstri: Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forseti Evrópuráðsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Joe Biden Bandaríkjaforseti og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í japönsku borginni Hiroshima í morgun. AFP/Jacques Witt

Bandaríkin og samherjar þeirra á meðal sjö helstu iðnríkja heims hafa tilkynnt um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum. Meðal annars er þeim beint gegn demantaviðskiptum Rússa sem tengjast innrás þeirra í Úkraínu.

Vegna innrásarinnar fyrir 15 mánuðum síðar hafa Rússar sætt ýmiss konar refsiaðgerðum Vesturlanda sem hafa valdið kreppu í Rússlandi og dregið úr hernaðarstyrk þeirra.

Herða ólina

G7-ríkin vilja herða ólina enn frekar með því að auka við núverandi refsiaðgerðir, loka glufum og refsa fleiri rússneskum fyrirtækjum og alþjóðlegum samstarfsaðilum þeirra.

Háttsettur bandarískur embættismaður sagði að 70 fyrirtæki til viðbótar frá Rússlandi og „önnur lönd” muni fara á svartan lista Bandaríkjamanna.

„Og það verða allt að 300 nýjar refsiaðgerðir gegn einstaklingum, fyrirtækjum, skipum og flugvélum,” sagði hann.

Selenskí er hann flutti ávarp í Hörpu.
Selenskí er hann flutti ávarp í Hörpu. AFP/John MacDougall

Bretar hafa tilkynnt um sitt eigið „bann gegn rússneskum demöntum”. Einnig ætla þeir að beina sjónum sínum að innflutningi á áli, kopar og nikkel.

„Eins og tilkynnningarnar í dag um refsiaðgerðirnar bera vott um eru G7-ríkin sameinuð gegn ógn Rússa og staðföst í stuðningi sínum Úkraínu,” sagði Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.

Selenskí mætir á sunnudaginn

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti verður viðstaddur ráðstefnu sjö helstu iðnríkja heims, sem er hafin í Japan, í eigin persónu á sunnudaginn en mun aftur á móti flytja ávarp í gegnum fjarfundabúnað í dag, að sögn BBC. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert