Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Nýju-Kaledóníu eftir að jarðskjálfti gekk þar yfir sem mældist 7,7 stig.
Skjálftinn varð laust fyrir klukkan þrjú í nótt um 340 km austur af Vao-borg í Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi.
Lögreglan á eyjunni rýmdi strandlínuna vegna viðvörunarinnar, sem nú hefur verið aflétt.
Fyrstu öldurnar eftir skjálftann voru innan við 50 sentímetrum hærri en þær sem vanalega eru við ströndina, að sögn yfirvalda.