Lest varð tólf kúm að bana

Þrjátíu kýr sluppu af býli nærri teinunum. Mynd úr safni.
Þrjátíu kýr sluppu af býli nærri teinunum. Mynd úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Tólf kýr drápust eftir að hafa orðið fyrir farþegalest á leið frá Vänersborg til Varberg í Svíþjóð. Slysið varð í um kílómetra fjarlægð frá sveitarfélaginu Herrljunga rétt fyrir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Enginn farþegi slasaðist í árekstrinum.

Viðbragðsaðilar voru sendir á staðinn en nítján farþegar voru í lestinni. Vagn lestarinnar fór af sporinu og er nú sagður halla í átt að skurði hjá lestarteinunum.

Þessu greinir sænski miðillinn SVT frá.

Talið er að þjátíu kýr hafi sloppið af býli nærri lestarteinunum og fundust þrettán þeirra nærri lestinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert