Tólf kýr drápust eftir að hafa orðið fyrir farþegalest á leið frá Vänersborg til Varberg í Svíþjóð. Slysið varð í um kílómetra fjarlægð frá sveitarfélaginu Herrljunga rétt fyrir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Enginn farþegi slasaðist í árekstrinum.
Viðbragðsaðilar voru sendir á staðinn en nítján farþegar voru í lestinni. Vagn lestarinnar fór af sporinu og er nú sagður halla í átt að skurði hjá lestarteinunum.
Þessu greinir sænski miðillinn SVT frá.
Talið er að þjátíu kýr hafi sloppið af býli nærri lestarteinunum og fundust þrettán þeirra nærri lestinni.