„Þau geta ekki komið sér í burtu“

Svínabú umlukið gruggugu vatni í Lugo í Emilia-Romagna.
Svínabú umlukið gruggugu vatni í Lugo í Emilia-Romagna. AFP/Andreas Solaro

Mestu mannskaðaflóð sem Ítalir hafa fengið að reyna í heila öld valda nú ómældum búsifjum í Emilia-Romagna-héraðinu á Norður-Ítalíu og höfðu kostað þrettán manns lífið í gærkvöldi. 

Greina fjölmiðlar um gervalla Evrópu frá skelfilegu ástandi í héraðinu, meðal annars því að eldra fólk hafi lokast inni á eigin heimilum og drukknað þar þegar húsin fylltust af vatni og í sumum tilfellum aur, en 23 ár hafa flætt yfir bakka sína í hellirigningu auk þess sem hátt í 300 aurskriður höfðu fallið undir kvöld í gær.

Varð undir aurskriðu

Hefur neyðarástandið náð til alls 41 borgar og bæjar og var tala þeirra sem misst höfðu heimili sín í hamförunum komin í 20.000 manns í gær. Hefur fjöldi akbrauta enn fremur teppst, svo sem umferðaræðin A1 sem aurskriða í Sasso Marconi lokaði í gær.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert