Flugvél með ferðamenn um borð brotlenti í fjallendi í vesturhluta Sviss í dag. Að minnsta kosti nokkrir eru látnir eftir slysið, að því er fjölmiðlar þar í landi herma.
Lögregla á staðnum hefur staðfest að vél hafi brotlent nærri Ponts-De-Martel í kantónunni Neuchatel, en hefur ekki gefið frekari upplýsingar að sinni.
Slysið mun hafa orðið um klukkan 10.20 í morgun að staðartíma, eða um kl. 8.20 að íslenskum tíma, í bröttu og skógi vöxnu landi í Neuchatel-fjöllunum.
Björgunarlið og lögregla er á vettvangi og hafin er rannsókn á aðdrögum slyssins.
Uppfært: