Allir þrír sem voru um borð í flugvélinni, sem brotlenti í vesturhluta Sviss í dag, eru látnir eftir slysið.
Frá þessu greinir lögregla á svæðinu nú, en slysið varð um klukkan 10.20 í morgun að staðartíma, eða um kl. 8.20 að íslenskum tíma, í bröttu og skógi vöxnu landi í Neuchatel-fjöllunum.
„Flugmaðurinn og farþegarnir tveir létust á vettvangi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Neuchatel.
Flugvélin var skráð í Sviss og hafði tekið á loft frá flugvellinum Chaux-d-Fonds, nærri staðnum þar sem slysið varð, fyrir útsýnisflug.
Aðdrög brotlendingarinnar eru ekki ljós að sögn lögreglu, sem hafið hefur rannsókn sína.