Myndskeið: Orrustuþota hrapaði til jarðar

Skjáskot úr einu myndskeiðanna.
Skjáskot úr einu myndskeiðanna.

Orrustuþota af gerðinni F-18 brotlenti á herflugvelli við spænsku borgina Zaragoza í morgun. Flugmaðurinn náði að skjóta sér út áður en vélin hafnaði á jörðinni, með tilheyrandi sprengingu.

Spænska varnarmálaráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu þessa efnis, þar sem einnig er tekið fram að vélin hafi brotlent innan marka flugherstöðvarinnar.

Stöðin, sem er í um 15 kílómetra fjarlægð frá borginni, tilheyrir spænska flughernum.

Flugmaðurinn er á sjúkrahúsi og er ekki í lífshættu að sögn flughersins.

Myndskeið á samfélagsmiðlum hafa sýnt frá atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert