Orrustuþota af gerðinni F-18 brotlenti á herflugvelli við spænsku borgina Zaragoza í morgun. Flugmaðurinn náði að skjóta sér út áður en vélin hafnaði á jörðinni, með tilheyrandi sprengingu.
Spænska varnarmálaráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu þessa efnis, þar sem einnig er tekið fram að vélin hafi brotlent innan marka flugherstöðvarinnar.
Stöðin, sem er í um 15 kílómetra fjarlægð frá borginni, tilheyrir spænska flughernum.
Flugmaðurinn er á sjúkrahúsi og er ekki í lífshættu að sögn flughersins.
Myndskeið á samfélagsmiðlum hafa sýnt frá atvikinu.
Me llega este vídeo el momento del accidente de autor desconocido.
— Esteban Photo📸 (@EstebanPhoto11) May 20, 2023
El piloto ha sido trasladado en el helicóptero medicalizado del @112Aragon a un hospital con lesiones que, insisto, no ponen en peligro su vida. pic.twitter.com/J3OxX0s1AH
Nos pasan el video completo del accidente del caza en la Base Aérea de Zaragoza. Desconocemos autor. Parece que ha entrado en pérdida hasta que se ha estrellado. Según dicen, el piloto está bien. #Zaragoza pic.twitter.com/rm8jXwWqLi
— Zaragoza Denuncia (@ZGZDenuncia) May 20, 2023