Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Japan þar sem leiðtogar G7-iðnríkjanna funda um þessar mundir.
Líklegt þótti að hann myndi leggja leið sína til fundarins, en það hafði þó ekki verið staðfest fyrr en nú.
Helstu málefnin sem hafa verið tekin fyrir á fyrir á fundinum, eru hertar efnahagsaðgerðir gegn Rússum og viðbrögð við efnahagslegri valdbeitingu Kínverja.
Selenskí hyggst ræða einslega við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og líklegt þykir að afhending F-16 orrustuþotna verði þar ofarlega á baugi.
Úkraínumenn hafa um langt skeið beitt þrýstingu og reynt að fá vestræn ríki til að láta af hendi slíka orrustuþotur til nota í stríðinu gegn Úkraínu. Það verður þó ekki gert nema með samþykki Bandaríkjamanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á fundi G7 ríkjanna í gær að Bandaríkin væru reiðubúin að taka þátt í að þjálfa flugmenn Úkraínuhers, í alþjóðlegu samstarfi. Í framhaldi f því væri hægt að skoða, hvenær og hvernig Úkraínumenn fengju F-16 orrustuþotur.