Alexander mikli snýr aftur til Grikklands

Gríska ríkið hefur árum saman barist fyrir því að fá …
Gríska ríkið hefur árum saman barist fyrir því að fá stolna fornagripi heim. YANNIS BEHRAKIS

Stjórnvöld á Grikklandi hafa náð að endurheimta 351 stolinn forngrip eftir 17 ára langt málaferli á milli gríska menningamálaráðuneytisins og fyrirtækis Roberts Symes fornminjasala. Þar á meðal er bronsstytta af Alexander mikla.

Robert Symes átti stóran þátt í ólöglegum viðskiptahring á stolnum fornmunum og hefur í sínu einkasafni þúsundir forngripa.

Gríska ríkið hefur árum saman átt í lagalegum átökum við ýmsa aðila, m.a. söfn og einkasöfn, til þess að fá stolna fornmuni heim.

Lina Mendoni menningamálaráðherra tilkynnti í gær að málaferlinu væri nú lokið. Hún sagði hins vegar ekki hvort forngripirnir tengdust minjum sem fundust við landamæri Sviss og Frakklands árið 2016, en það var eitt stærsta safn ólöglegra forngripa sem fundist hefur á síðustu árum.

Fleiri forngripir sem hafa verið endurheimtir eru m.a. bronsaldarstytta sem sögð er vera frá árunum 3200-2700 f.Kr. og marmarahöggmyndir frá árunum 550-500 f.Kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert