Ekkert eftir í borginni nema „dauðir Rússar“

Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, á fundi með leiðtogum G7-ríkjanna í …
Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, á fundi með leiðtogum G7-ríkjanna í Hiroshima í dag. AFP/Brendan Smialowski

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti neitar að Bakhmút hafi fallið í hendur Rússa. Hann segir ekkert vera eftir þar sem borgin stóð nema lík rússneskra hermanna.

Í gærkvöldi óskaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti Wagner-liðum og rússneska hernum til hamingju með að hafa náð Bakhmút á sitt vald.

„Þú verður að skilja að það er ekkert [eftir í Bakhmút],“ sagði Selenskí á fundi með G7-ríkjunum í Hiroshima í Japan.

„Í dag er Bakhmút aðeins í hjörtum okkar.“

Talsmaður forsetans skýrir málið

Talsmaður Selenskís tók það fram á samfélagsmiðlum í dag að forsetinn neiti því að borgin sé fallin í hendur Rússa. Selenskí var sjálfur ekki skýr í svörum um þetta þegar hann var spurður um fall borgarinnar á G7-fundinum.

„Það er ekkert þarna, bara rústir og mikið af dauðum Rússum,“ sagði hann við fjölmiðla í Hiroshima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert