Þjóðernisást í úkraínskum verslunum

Þjóðernisást og andúð í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta eru áberandi þegar vörur í hillum verslana í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, eru skoðaðar.

Vörum sem þessum hefur fjölgað að undanförnu þar sem stuðningur við úkraínska herinn gegn innrásarher Rússa kemur víða við sögu.

Á meðal þess sem boðið er upp á er vodkinn „Úkraínskt frelsi”, and-skriðdreka-súkkulaðikökur og bjór sem nefnist „Pútín er hálfviti”.

Vörurnar eru vitaskuld í úkraínsku fánalitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert