Tólf létust í troðningi á fótboltaleik

Fjöldi fólks reyndi að ryðja sér leið inn á Cuscatlan-leikvanginn …
Fjöldi fólks reyndi að ryðja sér leið inn á Cuscatlan-leikvanginn í höfuðborginni San Salvador til þess að fylgjast með leik Alianza og FAS. AFP/Milton Flores

Að minnsta kosti tólf létust og hundruð slösuðust eftir troðning á fótboltavelli í El Salvador í gær. 

Fjöldi fólks reyndi að ryðja sér leið inn á Cuscatlan-leikvanginn í höfuðborginni San Salvador til þess að fylgjast með leik Alianza og FAS. 

Leiknum var aflýst og fólk var flutt í burtu þegar ljóst var hvað hafði gerst. 

Leiknum var aflýst og fólk var flutt í burtu þegar …
Leiknum var aflýst og fólk var flutt í burtu þegar ljóst var hvað hafði gerst. AFP/Milton Flores

„Salvadorskur fótbolti syrgir,“ sagði Mauricio Arriaza lögreglustjóri við blaðamenn er hann staðfesti að tólf hefðu látist. 

„Stór hópur fólks féll á mig. Ég gat ekki einu sinni andað, þau voru að kyrkja mig,“ sagði Sandra Guzman sem var flutt á sjúkrahús eftir troðninginn. 

„Ég féll í yfirlið og vaknaði á sjúkrahúsi,“ sagði Guzman. Hún sagðist aldrei aftur að fara á Cuscatlan-leikvanginn. 

Öllum fótboltaleikjum í El-Salvador í dag hefur verið frestað. 

Að minnsta kosti tólf létust.
Að minnsta kosti tólf létust. AFP/Milton Flores
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert