Úkraínsk stjórnvöld segja herinn enn berjast í borginni Bakhmút og hafa yfirráð yfir svæði í austanverðri borginni. Wagner-liðar rússneska hersins, lýstu því yfir á laugardag að Rússar hefðu náð að hertaka borgina.
Fyrr í dag sagði Jevgení Prigósjín, yfirmaður Wagner-liða, á Telegram að rússneski herinn myndi taka yfir borgina 1. júní er allir Wagner-liðar hafa yfirgefið Bakhmút.
„Baráttan heldur áfram,“ sagði Ganna Malyar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu. Þá greindi hún frá því að „flugvéla“-hverfið í borginni sé enn undir stjórn Úkraínumanna.