Efna til nýrrar leitar að Madeleine

Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf frá hóteli …
Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf frá hóteli í Portúgal.

Portúgalska lögreglan ætlar að leita í afskekktu uppistöðulóni í tengslum við hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCann árið 2007.

Þýsk yfirvöld óskuðu eftir því að leitin færi fram.

Portúgalska sjónvarpið sýndi svæði sem búið er að girða af í kringum uppistöðulónið Arade sem er tæpum 50 kílómetrum frá staðnum þar sem hin þriggja ára Maddie hvarf á ferðamannstaðnum Praia da Luz á Algarve.

Fram kemur í portúgölskum fjölmiðlum að lögreglan hefði rannsakað svæðið árið 2008 en kafarar fundu aðeins dýraleifar. Leitin á að hefjast á nýjan leik á morgun.

Madeleine hvarf sporlaust úr íbúð foreldra sinna í maí árið 2007 er þau snæddu kvöldverð á nærliggjandi tapas-bar.

Embætti saksóknara í Portúgal sagði í fyrra að grunaður maður hefði verið ákærður í Þýskalandi vegna málsins. Þýsk yfirvöld sögðu manninn heita Christian Brueckner, sem afplánar fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot.

Í júní árið 2020 sögðust þýskir saksóknarar vera að rannsaka hann og sögðust vera með „traustar sannanir” fyrir því að hann hefði banað Maddie.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert