Með alvarlega áverka í Lundi

Konan hlaut alvarlega áverka í Lundi í Svíþjóð, bæ sem …
Konan hlaut alvarlega áverka í Lundi í Svíþjóð, bæ sem fjöldi Íslendinga hefur sótt menntun og atvinnu til. Ljósmynd/Wikipedia.org/Anton Holmquist Soasta

Kona á sextugsaldri í Lundi í Svíþjóð, sem Vísir kveðst hafa heimildir fyrir að sé íslensk, var lögð inn á sjúkrahús þar síðdegis á laugardaginn með alvarlega áverka eftir hnífstungur.

Lögregla og sjúkraflutningafólk brugðust við útkalli um klukkan 15 að sænskum tíma, 13 að íslenskum, á laugardaginn og komu þá að konunni í íbúð í Östra Torn í Lundi. Var hálffimmtugur maður handtekinn, grunaður um tilraun til manndráps.

Fljótlega kom í ljós, eftir því sem Josefin Sävlund saksóknari greinir sænska ríkisútvarpinu SVT frá, að ekki teldist ástæða til að hafa manninn lengur í haldi og er hann ekki grunaður í málinu.

Vildi Sävlund ekki greina ríkisútvarpinu frá því hvort fleiri lægju undir grun í málinu.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert