Prota­sevit­sj náðaður

Hví­trúss­neski blaðamaður­inn Róm­an Prota­sevit­sj.
Hví­trúss­neski blaðamaður­inn Róm­an Prota­sevit­sj. AFP/Stringer

Hví­trúss­neski aðgerðarsinninn Róm­an Prota­sevit­sj hefur verið náðaður eftir að hafa verið dæmdur í átta ára fangelsi í byrjun mánaðarins. Grunur leikur á að hann hafi verið neyddur til að veita hvítrússnesku leyniþjónustunni upplýsingar. 

Prota­sevit­sj var á meðal þeirra sem skipulagði mótmæli gegn nú­ver­andi stjórn rík­is­ins árið 2020. 

Í maí árið 2021 voru Prota­sevit­sj og kær­asta hans, Sofia Sapega, hand­tek­inn í Minsk eft­ir að farþegaþot­unni sem þau voru farþegar í var gert að lenda þar á leið frá Aþenu til Viln­íus.

Þakkar forsetanum

„Ég hef nú skrifað undir viðeigandi gögn sem staðfesta náðun mína,“ hefur hvítrússneski ríkismiðilinn Belta eftir Prota­sevit­sj. 

„Ég er einstaklega þakklátur ríkinu og að sjálfsögðu forsetanum fyrir að taka þessa ákvörðun. Þetta er að sjálfsögðu góðar fréttir,“ hefur Belta eftir honum. 

Eftir handtöku Prota­sevit­sj birtu hvítrússneskir miðlar myndskeið af honum þar sem hann játaði sök og baðst afsökunar á gjörðum sínum. Talið er að stjórnvöld þvinguðu hann til þess, en lítið er vitað um hvernig leyniþjónustan kom fram við Prota­sevit­sj

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert