Prota­sevit­sj náðaður

Hví­trúss­neski blaðamaður­inn Róm­an Prota­sevit­sj.
Hví­trúss­neski blaðamaður­inn Róm­an Prota­sevit­sj. AFP/Stringer

Hví­trúss­neski aðgerðarsinn­inn Róm­an Prota­sevit­sj hef­ur verið náðaður eft­ir að hafa verið dæmd­ur í átta ára fang­elsi í byrj­un mánaðar­ins. Grun­ur leik­ur á að hann hafi verið neydd­ur til að veita hví­trúss­nesku leyniþjón­ust­unni upp­lýs­ing­ar. 

Prota­sevit­sj var á meðal þeirra sem skipu­lagði mót­mæli gegn nú­ver­andi stjórn rík­is­ins árið 2020. 

Í maí árið 2021 voru Prota­sevit­sj og kær­asta hans, Sofia Sapega, hand­tek­inn í Minsk eft­ir að farþegaþot­unni sem þau voru farþegar í var gert að lenda þar á leið frá Aþenu til Viln­íus.

Þakk­ar for­set­an­um

„Ég hef nú skrifað und­ir viðeig­andi gögn sem staðfesta náðun mína,“ hef­ur hví­trúss­neski rík­is­miðil­inn Belta eft­ir Prota­sevit­sj. 

„Ég er ein­stak­lega þakk­lát­ur rík­inu og að sjálf­sögðu for­set­an­um fyr­ir að taka þessa ákvörðun. Þetta er að sjálf­sögðu góðar frétt­ir,“ hef­ur Belta eft­ir hon­um. 

Eft­ir hand­töku Prota­sevit­sj birtu hví­trúss­nesk­ir miðlar mynd­skeið af hon­um þar sem hann játaði sök og baðst af­sök­un­ar á gjörðum sín­um. Talið er að stjórn­völd þvinguðu hann til þess, en lítið er vitað um hvernig leyniþjón­ust­an kom fram við Prota­sevit­sj

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka