Salman Rushdie með bók í smíðum

Salman Rushdie með orðuna sem hann þáði af Önnu prinsessu.
Salman Rushdie með orðuna sem hann þáði af Önnu prinsessu. AFP

Breski rithöfundurinn Salman Rushdie segist vera með bók í smíðum. Hann varð fyrir alvarlegri hnífaárás í New York  á síðasta ári á viðburði þar sem hann átti að koma fram.

Öryggi Rushdies hefur ítrekað verið ógnað allt frá því að bók hans Söngvar Satans kom út árið 1988. Í kjölfarið fyr­ir­skipaði þáverandi erkiklerkur Írans að Rus­hdie skyldi líf­lát­inn. Árið 1998 lýsti rík­is­stjórn Íran því yfir að hún ætlaði ekki að fram­fylgja dauðadómn­um. 

Í dag hlaut Rushdie orðu frá Önnu prinsessu í Windsor kastala og sagði við það tækifæri að hann væri á ný sestur við ritstörf. Það hafi tekið hann þó nokkurn tíma að taka upp pennann á ný. Eins sagðist hann eiga erfiðara með að lesa og lofaði að næsta bók yrði fremur stutt í sniðum. Rushdie var sex vikur á spítala eftir árásina og er blindur á öðru auga. BBC greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert