Lögreglan frá Portúgal, Þýskalandi og Bretlandi hélt áfram í morgun leit sinni í uppistöðulóni í suðurhluta Portúgals. Vonast hún til að leitin varpi ljósi á hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCann árið 2007.
Portúgalskir fjölmiðlar sögðu að dagurinn í dag gæti orðið þriðji og síðasti leitardagurinn við bakka Adare-stíflunnar.
British 3-year-old Madeleine McCann went missing in Portugal in 2007, sparking one of the world's most well-known missing person cases. Here's how the continued search has unfolded. https://t.co/nSh9n5oF8R pic.twitter.com/W9qtXvnZAt
— CNN International (@cnni) May 24, 2023
Alls hafa um 50 lögregluþjónar og portúgalskir slökkviliðsmenn tekið þátt í leitinni.
Portúgalskir fjölmiðlar sögðu í gær að tekin hefðu verið jarðsýni á svæðinu, auk þess sem leifar af fatnaði fundust. Enn hefur þó ekkert fundist sem tengist málinu.
Lögreglan leitaði á sama svæði árið 2008 og fundu kafarar þá eingöngu dýraleifar.