Staðfestir sigur Erdogans

Recep Tayyip Erdogan er allur að braggast.
Recep Tayyip Erdogan er allur að braggast. AFP/Adem Altan

Lands­kjör­stjórn í Tyrklandi hef­ur staðfest að Recep Tayyip Er­dog­an vann for­seta­kosn­ing­arn­ar sem fram fóru þar í dag. Er­dog­an hafði þegar lýst yfir sigri. 

Hlaut for­set­inn 52,14% at­kvæða í kosn­ing­un­um en mót­fram­bjóðandi hans Kemal Kilicd­aroglu hlaut 47,86% at­kvæða. 

Kjör­stjórn sagði 99,43% at­kvæða vera tal­in og að út­slit­in myndu ekki breyt­ast við taln­ingu á þeim at­kvæðum sem eft­ir standa. 

Er­dog­an er 69 ára gam­all og hef­ur setið á for­seta­stóli und­an­farna tvo ára­tugi. Í dag tryggði hann sér for­seta­stól­inn í fimm ár til viðbót­ar. 

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, óskaði fé­laga sín­um Er­dog­an til ham­ingju í kvöld. Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, hef­ur einnig sent heilla­ósk­ir til koll­ega síns í gegn­um Twitter. Sagði hann Tyrk­land og Frakk­land þurfa að fara í gegn­um marg­ar áskor­an­ir sam­an, þar á meðal að tryggja frið í Evr­ópu. 

Recep Tayyip Erdogan við kjörkassann í morgun.
Recep Tayyip Er­dog­an við kjör­kass­ann í morg­un. AFP/​Murad Sezer
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert