Beita refsiaðgerðum gegn Súdan

Ákvörðunin var tekin af Joe Biden Bandaríkjaforseta.
Ákvörðunin var tekin af Joe Biden Bandaríkjaforseta. AFP

Bandaríkin tilkynntu í dag að þau hefðu hafið refsiaðgerðir gegn leiðtogum í Súdan sem ábyrgir eru fyrir að brjóta samkomulag um vopnahlé í landinu og valda „skelfilegri blóðsúthellingu.“

„Við fylgjum þessu eftir með því að setja á efnahagslegar refsiaðgerðir, takmarkanir á vegabréfsáritanir fyrir þá sem eru að viðhalda ofbeldinu,“ sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. Hann bendir einnig á það að refsiaðgerðirnar hafi verið lögfestar í maí, í umboði Joe Bidens Bandaríkjaforseta.

„Þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé hefur tilgangslaust ofbeldi haldið áfram víða um landið, sem hindrar mannúðaraðstoð og kemur niður á þeim sem mest þurfa á henni að halda. Umfang blóðbaðsins í Kartúm, og einkum Darfur, er skelfilegt.“

Hann segir að vangeta deiluaðila til þess að hlíta vopnahléinu vekja ótta um að Súdanar muni enn á ný þurfa að upplifa hræðilegar afleiðingar átakanna.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert