Rannsaka hluti í tengslum við hvarfið á McCann

Vélar, leitarhundar og hakar voru notaðir við leitina sem stóð …
Vélar, leitarhundar og hakar voru notaðir við leitina sem stóð yfir í þrjá daga. AFP/Filipe Amorim

Þýska lögreglan rannsakar nú nokkra hluti í tengslum við hvarfið á bresku stúlkunni Madeleine McCann. 

BBC greinir frá því að of snemmt sé til að staðfesta hvort munirnir tengist McCann sem hvarf á Al­gar­ve árið 2007, þriggja ára gömul. 

Í síðustu viku stóð sak­sókn­ari á Þýskalandi að leitaraðgerð við uppistöðulón í suður­hluta Portúgal.

Þýsk stjórn­völd hafa nafn­greint mann sem sæt­ir rann­sókn vegna hvarfs McCann. Christian Bru­eckner er 46 ára gamall Þjóðverji sem hafði áður verið sak­felld­ur fyr­ir barn­aníð og fíkni­efna­sölu. Hann situr nú í fang­elsi í Þýskalandi, sak­felld­ur fyr­ir að nauðga 72 ára gam­alli konu á Al­gar­ve. Bru­eckner hefur neitað að vita nokkuð um mál McCann.

Uppistöðulónið er 31 kílómetra frá hótelinu sem McCann hvarf frá …
Uppistöðulónið er 31 kílómetra frá hótelinu sem McCann hvarf frá í Praia da Luz. AFP/Filipe Amorim

Framúrskarandi samstarf lögreglu

Christian Wolter saksóknari sagði að hlutirnir sem fundust í Portúgal yrðu rannsakaðir á næstu vikum. 

„Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í leitinni. Samstarf portúgölsku, bresku og þýsku lögreglunnar hefur verið framúrskarandi og mjög uppbyggilegt,“ sagði Wolter. 

Vélar, leitarhundar og hakar voru notaðir við leitina sem stóð yfir í þrjá daga.

Uppistöðulónið er 31 kílómetra frá hótelinu sem McCann hvarf frá í Praia da Luz. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert