Þjóðþekktur hermaður tapaði meiðyrðamáli

Ben Roberts-Smith er 44 ára gamall.
Ben Roberts-Smith er 44 ára gamall. Ljósmynd/Wikipedia.org

Þjóðþekkt­ur ástr­alsk­ur hermaður tapaði meiðyrðamáli gegn þrem­ur dag­blöðum sem sökuðu hann um stríðsglæpi í Af­gan­ist­an. 

Ben Roberts-Smith var áður hátt­sett­ur í ástr­alska flug­hern­um. Árið 2018 höfðaði hann mál gegn þrem­ur dag­blöðum sem greindu frá því að hann hefði myrt óvopnaða fanga í Af­gan­ist­an. 

Roberts-Smith hef­ur ávallt neitað sök og höfðaði því dóms­málið sem hef­ur kostað hann marg­ar millj­ón­ir ástr­alska doll­ara. 

BBC grein­ir frá því að um séu að ræða fyrstu rétt­ar­höld­in í Ástr­al­íu þar sem stríðsglæp­ir ástr­alskra her­manna eru tekn­ir fyr­ir.

Arthur Moses, lögmaður Roberts-Smith.
Arth­ur Moses, lögmaður Roberts-Smith. AFP/​Sa­eed Khan

Ásak­an­irn­ar „efn­is­lega sann­ar 

Ant­hony Beskano dóm­ari sagði í úr­sk­urði sín­um að dag­blöðin hafi sannað að fjög­ur af sex morðásök­un­um á hend­ur Roberts-Smith  væru „efn­is­lega sann­ar“ og vísaði mál­inu frá.

Roberts-Smith sagði að fimm morð hefðu átt sér stað lög­lega í bar­daga og hið sjötta hafi ekki átt sér stað. 

For­svar­menn dag­blaðanna fögnuðu ákvörðun dóm­ar­ans sem sigri tján­ing­ar­frels­is í Ástr­al­íu. Blaðamaður­inn Nick McKenzie sagði einnig að um væri að ræða sig­ur fyr­ir her­menn­ina sem báru vitn­is­b­urð gegn Roberts-Smith og af­gönsk fórn­ar­lömb.

Um 40 ein­stak­ling­ar báru vitni fyr­ir dómi, þar á meðal Af­gan­ir, ráðherra og fyrr­ver­andi her­menn. 

Blaðamaðurinn Nick McKenzie.
Blaðamaður­inn Nick McKenzie. AFP/​Sa­eed Khan

„Þetta er dag­ur rétt­læt­is fyr­ir þá hug­rökku menn í SAS [flug­hern­um] sem sögðu sann­leik­ann um hver Ben Roberts-Smith er – stríðsglæpa­maður, hrell­ir og lyg­ari,“ sagði McKenzie. 

Roberts-Smith er einn þekkt­asti hermaður Ástr­al­íu. Hann hlaut Vikt­oríu-kross­inn, sem er hæsti hernaðar­heiður Ástr­al­íu, árið 2011 fyr­ir „áber­andi dugnað“ í Af­gan­ist­an er hann leitaði leiðtoga talíbana. Þá hitti hann meðal ann­ars Elísa­betu II. Bret­lands­drottn­ingu.

Notaði gervi­fót sem drykkjar­mál

Áströlsku dag­blöðin The Age, The Syd­ney Morn­ing Her­ald og The Can­berra Times greindu frá stríðsglæp­um Roberts-Smith sem áttu sér stað á ár­un­um 2009 til 2012. 

Dag­blöðin greindu frá því að hann hefði sparkað óvopnuðum af­gönsk­um bónda af kletti og skipað und­ir­mönn­um sín­um að skjóta hann. 

Þá tók hann einnig þátt í að skjóta talíbana að minnsta kosti tíu sinn­um í bakið með vél­byssu. Maður­inn var með gervi­fót og á Roberts-Smith að hafa tekið fót­inn með sér til Ástr­al­íu og drukkið úr hon­um með fé­lög­um sín­um. 

Roberts-Smith er nú 44 ára gam­all en hann hætti í hern­um árið 2013. 

Mynd­ir náðust af Roberts-Smith í fríi á Balí fyr­ir rétt­ar­höld­in og var hann því ekki viðstadd­ur þau. 

Niður­stöður skýrslu sem kom út árið 2020 gáfu til kynna að ástr­alski her­inn hafi ólög­lega myrt 39 óbreytta borg­ara og fanga í Af­gan­ist­an á ár­un­um 2007 til 2013. Þrem­ur árum síðar er enn verið að rann­saka meinta glæpi rúm­lega 40 her­manna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert