Fyrrverandi Playboy-fyrirsæta kærir Cosby

Bill Cosby hefur enn einu sinni verið ákærður fyrir kynferðisbrot.
Bill Cosby hefur enn einu sinni verið ákærður fyrir kynferðisbrot. AFP

Fyrr­ver­andi Play­boy-fyr­ir­sæt­an, aðgerðasinn­inn og lista­kon­an Victoria Valent­ino, hef­ur kært Bill Cos­by fyr­ir nauðgun. Cos­by var sleppt úr fang­elsi árið 2021, en fleiri en 60 kon­ur hafa sakað hann um kyn­ferðis­brot.

Victoria, sem nú er á níræðis­aldri, seg­ir nauðgun­ina hafa átt sér stað árið 1969 eft­ir að hún snæddi kvöld­verð með grín­ist­an­um. Hún seg­ir Cos­by hafa byrlað sér og vin­konu sinni lyf og farið með þær í skrif­stofu í ná­grenn­inu. Þar hafi hún síðar vaknað og Cos­by brotið á henni kyn­ferðis­lega.

Von­ar að aðrir þolend­ur finni sína rödd

Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir Valent­ino að áfallið sé henni enn ferskt í minni, en hún er 85 ára í dag og seg­ir það ekki aðeins hafa haft nei­kvæð áhrif á sig, held­ur líka af­kom­end­ur sína.

„Með því að rjúfa þögn­ina og segja sann­leik­ann vona ég að það verði arf­leifð mín og sýni þolend­um sem enn eiga eft­ir að finna sína rödd að það er hægt að finna von og sátt, “ seg­ir Valent­ino.

Sleppt úr fang­elsi árið 2021

Cos­by var sleppt úr fang­elsi árið 2021 eft­ir að dóm­stól­ar í Banda­ríkj­un­um ógiltu dóm yfir hon­um en hann var upp­runa­lega dæmd­ur fyr­ir að byrla fyr­ir konu og beita hana kyn­ferðisof­beldi árið 2006.

60 kon­ur kærðu Cos­by á sín­um tíma en aðeins eitt mál var tekið fyr­ir, vegna fyrn­ing­ar­frests sem gild­ir um kyn­ferðis­brot í flest­um ríkj­um í Banda­ríkj­un­um. 

Áður dæmd­ur fyr­ir brot í Play­boy-setr­inu

Tíma­bund­in lög tóku hins veg­ar við í Kali­forn­íu­ríki ný­lega og fjar­lægðu þar með ákvæði um fyrn­ing­ar­frest í kyn­ferðis­brota­mál­um. Valent­ino hef­ur kært Cos­by fyr­ir dóm­stól í Kali­forn­íu og er því ekki ólík­legt að málið verði tekið fyr­ir dóm. 

Cos­by var síðast dæmd­ur til að greiða konu miska­bæt­ur í fyrra, en málið fór fyr­ir dóm­stól í Kali­forn­íu.

Var Cos­by dæmd­ur að greiða kon­unni 500 þúsund dali í skaðabæt­ur, eða um 66 millj­ón­ir króna, fyr­ir brot gegn henni í Play­boy-setr­inu árið 1975, þegar hún var 15 ára göm­ul.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka