Um tíu þúsund manns var skipað að yfirgefa borgina Sept Iles í Quebec-fylki í Kanada í morgun vegna skógarelda í nágrenni borgarinnar.
Steeve Beupre borgarstjóri lýsti yfir neyðarástandi og tilkynnti að rýma þyrfti ákveðin svæði í borginni vegna þess að eldurinn breiddist hratt. Íbúum borgarinnar var sagt í morgun að yfirgefa húsnæði sín fyrir klukkan 4 að staðartíma.
Eldar hafa orðið víða í Kanada seinustu daga og brenna yfir 210 skógareldar í landinu. Rúmlega 2,7 milljónir hektara hafa brunnið og samtals hafa 29.000 manns þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í landinu síðustu daga.
Stephane Lauzon, þingkona á kanadíska þinginu, segir að hátt í tíu þúsund manns, um þriðjungur borgarbúa, þurfi að yfirgefa heimili sín. Þetta kemur í kjölfar 500 íbúa rýmingu í bænum Chapais, sem liggur norður við Sept Iles.
Tæplega þúsund slökkviliðsmenn frá Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku og Bandaríkjunum eru þegar mættir eða eru á leiðinni til þess að veita Kanadamönnum aðstoð við slökkvistörf.