Skutu niður 15 flugskeyti og 21 dróna

Eyðilegging í Kænugarði eftir árás Rússa fyrr í vikunni.
Eyðilegging í Kænugarði eftir árás Rússa fyrr í vikunni. AFP/Genya Savilov

Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 15 flugskeyti og 21 dróna í nýjustu loftárás Rússa í nótt. Tvær manneskjur særðust í höfuðborginni Kænugarði. „Innrásaraðilarnir hætta ekki að herja á höfuðborg Úkraínu með árásardrónum og flugskeytum,” sagði úkraínski loftherinn.

„Öll 15 flugskeytin og 21 árásardróni voru eyðilögð.”

Nánast daglegar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð síðan í byrjun maí, þar á meðal árás að degi til á mánudaginn.

„Síðastliðna sex daga hafa Rússar efnt til sex árása á borgina,” sagði embættismaður borgarinnar, Sergí Popko, á Telegram.

Viðbragðsaðilar að störfum í Kænugarði í gær eftir árás Rússa …
Viðbragðsaðilar að störfum í Kænugarði í gær eftir árás Rússa á borgina. AFP/Sergei Supinskí

11 ára barn og 68 ára kona særðust í árásunum, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá embætti ríkissaksóknara.

Andrí Nebitov, lögreglustjóri í Kænugarði, sagði að fimm íbúðabyggingar hefðu skemmst, að því er virðist frá braki sem féll til jarðar.

Loftárásirnar stóðu yfir í rúmar tvær klukkustundir, bætti Nebitov við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert