Tugir milljóna manna í Norður-Ameríku hafa verið varaðir við heilsuspillandi lofti vegna mikilla skógarelda í Kanada.
Mikill reykur barst frá stórum svæðum í kanadísku héruðunum Ontario og Quebec í gær á sama tíma og appelsínugul þoka hékk yfir stórum hluta norðausturhluta Bandaríkjanna.
Í sumum borgum, þar á meðal Toronto og New York, voru loftgæðin þau verstu í nokkurri borg í heiminum.
Mesti reykurinn kemur frá Quebec þar sem 160 skógareldar geisa.
Kanadískir embættismenn segja útlit fyrir að skógareldarnir í landinu verði þeir verstu frá upphafi mælinga, að sögn BBC.
Sérfræðingar hafa bent á heitara og þurrara vor en venjulega sem ástæðuna fyrir eldunum. Búist er við því að þessar aðstæður verði áfram við lýði í sumar.
Umhverfisverndarstofnun Kanada birti sína stærstu viðvörun fyrir borgina Ottawa þegar kemur að loftgæðum og sagði mengunina „mjög hættulega” fyrir heilsu fólks.
Í Toronto og á nærliggjandi svæðum voru loftgæðin skilgreind sem hættuleg.
Millions of people across North America on Wednesday face another day of hazy skies and serious air pollution caused by smoke from Canadian wildfires.
— The New York Times (@nytimes) June 7, 2023
Follow our updates.https://t.co/84raDJZiAY pic.twitter.com/uMvrwrlJEI