Tugir milljóna varaðir við mengun

Mikill reykur hangir yfir kanadísku borginni Montreal. Hér horfa ferðamenn …
Mikill reykur hangir yfir kanadísku borginni Montreal. Hér horfa ferðamenn yfir borgina frá Mont Royal. AFP/Andrej Ivanov

Tugir milljóna manna í Norður-Ameríku hafa verið varaðir við heilsuspillandi lofti vegna mikilla skógarelda í Kanada.

Mikill reykur barst frá stórum svæðum í kanadísku héruðunum Ontario og Quebec í gær á sama tíma og appelsínugul þoka hékk yfir stórum hluta norðausturhluta Bandaríkjanna.

Í sumum borgum, þar á meðal Toronto og New York, voru loftgæðin þau verstu í nokkurri borg í heiminum.

Mesti reykurinn kemur frá Quebec þar sem 160 skógareldar geisa.

Reykjarmóða yfir ólympíuleikvanginum í Montreal í morgun.
Reykjarmóða yfir ólympíuleikvanginum í Montreal í morgun. AFP/Andrej Ivanov

Verstu frá upphafi

Kanadískir embættismenn segja útlit fyrir að skógareldarnir í landinu verði þeir verstu frá upphafi mælinga, að sögn BBC.

Sérfræðingar hafa bent á heitara og þurrara vor en venjulega sem ástæðuna fyrir eldunum. Búist er við því að þessar aðstæður verði áfram við lýði í sumar.

Umhverfisverndarstofnun Kanada birti sína stærstu viðvörun fyrir borgina Ottawa þegar kemur að loftgæðum og sagði mengunina „mjög hættulega” fyrir heilsu fólks.

Í Toronto og á nærliggjandi svæðum voru loftgæðin skilgreind sem hættuleg.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert