Stunguárás var framin í almenningsgarði í borginni Annecy í Frakklandi í morgun. Fimm særðust í árásinni og eru tvö börn og einn fullorðinn sögð í lífshættu. Frakklandsforseti segir árásina sýna hugleysi. Af þeim fimm sem urðu fyrir árásinni eru fjórir sagðir vera börn og einn fullorðinn.
Þá herma heimildir AFP að árásarmaðurinn hafi sagt lögreglu á svæðinu að hann sé sýrlenskur hælisleitandi. Frekari upplýsingar um árásarmanninn hafa ekki fengist staðfestar.
Emmanuel Macron forseti Frakklands hefur fordæmt árásina og sagt hana sýna hugleysi. Þjóðin sé í áfalli og hugurinn sé hjá fjölskyldum þeirra særðu.
Reuters greinir frá því að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og að börnin hafi verið um þriggja ára gömul. Áður hefur verið greint frá því að átta hafi særst í árásinni.
Attaque d’une lâcheté absolue ce matin dans un parc à Annecy. Des enfants et un adulte sont entre la vie et la mort. La Nation est sous le choc. Nos pensées les accompagnent ainsi que leurs familles et les secours mobilisés.
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) June 8, 2023