Trump ákærður

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP/Chandan Khanna

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist hafa verið ákærður fyrir að vörslu há­leyni­legra skjala á heimili sínu. Hann kallar málið „skröksögu“ en mun mæta fyrir alríkisdómstól á þriðjudaginn.

Í síðustu viku var greint frá því að sak­sókn­ar­ar í Bandaríkjunum hafi kom­ist yfir upp­töku af Trump þar sem hann viður­kenn­ir að hafa geymt há­leyni­leg skjöl varn­ar­málaráðuneyt­is­ins á heim­ili sínu í Flórída.

„ÉG ER SAKLAUS MAÐUR!“

Á samfélagsmiðlinum Truth-social skrifar hann þriggja kafla færslu þar sem hann segir að „hin spillta ríkisstjórn“ Joe Bidens Bandaríkjaforseta sé búin að upplýsa lögmann sinn um að hann hafi verið ákærður fyrir „kassa-skröksöguna“.

Trump sakar einnig Joe Biden Bandaríkjaforseta um að geyma fjölda kassa af leynilegum skjölum víða í Bandaríkjunum, til að mynda í Háskólanum í Delaware og víðar.

„Ég vissi ekki að slíkt gæti gerst fyrir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur fengið fleiri atkvæði en allir forsetar í sögu okkar lands,“ skrifar hann. „ÉG ER SAKLAUS MAÐUR!“

Hann bætir við að dagurinn í dag sé myrkur dagur fyrir Bandaríkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert