Aukinn hiti í Evrópu, aukin rigning á Íslandi

Frávik í hitamælingum á yfirborðshitastigi sjávar, benda til þess að …
Frávik í hitamælingum á yfirborðshitastigi sjávar, benda til þess að hiti verði mikill í Evrópu í sumar, en gæti leitt til meiri úrkomu á Íslandi.

„Þetta eru bara svolítið hræðileg gröf,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur um mælingar frávika í yfirborðshitastigi sjávar og tveggja metra hita. Hún segir mælingarnar benda til þess að sjórinn sé ofboðslega hlýr, en það geti valdið vandræðum víða um Evrópu. á Íslandi birtist það helst í aukinni rigningu. 

Twitter-notandi deildi nýverið tísti sem má sjá hér fyrir neðan, með tveimur gröfum sem sýna ansi ótrúleg hitastigsfrávik og spurði álits Elínar um réttmæti upplýsinganna. 

„Ég er nú ekki búin að kafa djúpt í þetta en það bendir allt til þess að þetta sé tilfellið,“ segir Elín í samtali við mbl.is. 

Aukin hiti í Evrópu, 

Að sögn Elínar er nú unnið að verkefni á vegum ESB, sem kallast Copernicus Climate Change Service. Verkefnið felst í því að tekin eru til skoðunar mörg mismunandi loftslagslíkön. Öll benda þau til þess að frávikin í hitastigi séu gífurlega mikil.

„Þetta veit ekki á gott fyrir það sem koma skal í sumar.“ Elín bendir á að aukinn yfirborðshiti geri loftið rakara, sem þýði meiri rigningar þar sem rigni, og þar með einhver flóð, ásamt auknum hitabylgjum í hlýrri löndum. 

Hlýrri sjór á austanverðu Íslandi geti t.d. leitt til aukinnar rigningar, eins og fyrri dæmi hafi sýnt og rigning á landinu geti almennt aukist. Til dæmis bendir Elín  á að úrkoma sé oft meiri núna heldur en áður fyrr. „Það er orðin svo mikil rigning, við höfum verið að fá svona „útlandaúrkomu“.“ 

El Niño-tímabil bætist ofan á hlýnun

Elín kveðst enn ekki hafa skoðað mikið af greiningum um hvað sé að eiga sér stað, en að eitt sé víst og það sé að í ár sé El Niño ár. 

El Niño-tímabil er þegar náttúruleg hitasveifla í austurhluta Kyrrahafsins á sér stað . Hitasveiflan hefur í för  með sér hærri sjávarhita en 0,5° af meðalhita þess. Svona hitasveiflur koma venjulega upp fjórða eða sjötta hvert ár, og þá oftast rétt eftir jól. Ástandið hefur víðtæk áhrif á veður út um allan heim, en flestar hitabylgjur hafa átt sér stað á El Niño hitatímabili.

Nýlegar hitabylgjur í Evrópu eins og þær sem voru í fyrra hafa aftur á móti ekki verið á El Niño tímabili og það er áhyggjuefni, að mati Elínar. Nú sé El Niño ár og bætist aukin hiti af því í raun ofan á þá miklu hitabreytingu sem fyrir er. „Það eru allar líkur á því að við séum að fara að sjá annað metár vegna loftslagsbreytinganna.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert