Fimmtán ára drengur lést í skotárás

Lögreglan í Stokkhólmi að störfum á vettvangi í gær.
Lögreglan í Stokkhólmi að störfum á vettvangi í gær. AFP/Anders Wiklund

Fimmtán ára drengur var skotinn til bana í suðurhluta Stokkhólms, höfuðborg Svíþjóðar, í gærkvöldi. Þrír aðrir særðust í skotárásinni.

Lögregla handtók tvo menn um tvítugt í nótt sem grunaðir eru um verknaðinn. Lögreglan útilokar ekki fleiri handtökur, að sögn Ola Österling, upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Stokkhólmi.

Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá.

Skotárásin átti sér stað í hverfinu Farsta rétt eftir klukkan sex í gær. Fjögur fundust með skotsár á svæðinu, tveir nálægt lestarstöð, einn við kirkju og annar í íbúðargötu.

Einn fimmtán ára drengur lést á vettvangi. Þá var annar fimmtán ára drengur fluttur á sjúkrahús, en hann er ekki talinn vera í lífshættu. Hin tvö eru 45 ára karlmaður og 65 ára kona. Þau voru einnig flutt á sjúkrahús og er maðurinn með alvarlega áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert