Nicola Sturgeon handtekin

Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands.
Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands. AFP/Jane Barlow

Nicola Stur­geon, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, hef­ur verið hand­tek­in í tengsl­um við rann­sókn sem stend­ur yfir á fjár­mögn­un og fjár­mál­um Skoska þjóðarflokks­ins (SNP).

BBC grein­ir frá því að lög­regl­an hafi staðfest að 52 ára kona hefði verið hand­tek­in í dag og sé í yf­ir­heyrslu.

Þann 5. apríl gerðu lög­reglu­menn hús­leit á heim­ili Stur­geon og í höfuðstöðvum flokks­ins í Ed­in­borg.

Á þeim tíma var eig­inmaður Stur­geon og fyrr­um fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, Peter Mur­rell, hand­tek­inn en síðar lát­inn laus.

Stur­geon sagði af sér sem for­sæt­is­ráðherra í fe­brú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert