Nicola Sturgeon laus úr haldi

Sturgeon fyrir utan heimili sitt í Glasgow þann 20. apríl.
Sturgeon fyrir utan heimili sitt í Glasgow þann 20. apríl. AFP/Andy Buchanan

Nicolu Stur­geon, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, hef­ur verið sleppt úr varðhaldi. Hún var hand­tek­in í morg­un í tengsl­um við rann­sókn sem stend­ur yfir á fjár­mál­um Skoska þjóðarflokks­ins (SNP).

Fram kem­ur að henni hafi verið sleppt, en að rann­sókn máls­ins haldi áfram. Hermt er að hún hafi farið sjálf­vilj­ug á lög­reglu­stöð til yf­ir­heyrslu. Í yf­ir­lýs­ingu sem hún gaf frá sér eft­ir að hafa verið lát­in laus seg­ist  hún vera miður sín yfir hand­tök­unni. „Ég veit að það er hafið yfir all­an vafa að ég er sak­laus af hvers kyns mis­gjörðum.“

Aðgerðir bresku lög­regl­unn­ar miða að því að kom­ast til botns í því hvort Skoski þjóðarflokk­ur­inn hafi mis­notað fjár­fram­lög. Fram­lög­in hafði flokkn­um áskotn­ast sem inn­legg í bar­áttu nýrr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði Skot­lands.

Rann­sókn ekki lokið

Eig­inmaður Stur­geon, Peter Mur­rell, sem var fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, hafði áður verið hand­tek­inn 5. apríl. Var hann yf­ir­heyrður sam­fleytt í tólf tíma en síðan sleppt án ákæru.

The Guar­di­an hef­ur eft­ir skosku lög­regl­unni að vitn­is­b­urður Stur­geon verði notaður í skýrslu­gerð sem send verður áfram til skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Lög­regl­an vildi ekki tjá sig frek­ar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert