Harmar fráfall „sanns vinar“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti minntist Silvios Berlusconis, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, sem „sanns vinar“ á Telegram. Berlusconi lést í dag 86 ára að aldri. 

„Fyrir mér var Silvio mikils metinn og sannur vinur. Fráfall hans er óbærilegur missir og því fylgir mikil sorg,“ sagði Pútín á Telegram. 

Hann sagðist hafa dáðst að visku og ákvarðanatöku Berlusconis í erfiðum aðstæðum. Pútín hrósaði jákvæðni og kímnigáfu Ítalans. 

Þá sagði hann Berlusconi hafa gegnt mikilvægu hlutverki í að efla tengsl Rússlands og Ítalíu.

Fóru saman í frí

Pútín og Berlusconi fóru á árum áður saman í frí, fóru á skíði saman og þá gaf Pútín Berlusconi hjónarúm sem sá síðarnefndi á að hafa stundað kynlíf með vændiskonu í árið 2008. 

Berlusconi gaf Pútín sængurverasett með stórri mynd af þeim félögum á. 

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Silvio Berlusconi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, árið …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Silvio Berlusconi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, árið 2019. AFP/Alexey Druzhinin/Sputnik

Í fyrra sagði Berlusconi að nánustu samstarfsmenn Pútíns hefðu „þrýst“ á hann til að ráðast inn í Úkraínu. Ummælin vöktu mikla reiði á Ítalíu.

Það var ekki fyrr en í apríl í fyrra, tveimur mánuðum eftir að innrásin hófst, sem Berlusconi gagnrýndi stríðið fyrst. Þá sagðist hann vera „vonsvikinn og sorgmæddur“ yfir ákvörðunum Pútíns. 

Vinirnir árið 2003 í Rússlandi.
Vinirnir árið 2003 í Rússlandi. AFP/Viktor Korotayev
Pútín, Recep Tayyip Er­dog­an Tyrklandsforseti og Berlusconi árið 2005 við …
Pútín, Recep Tayyip Er­dog­an Tyrklandsforseti og Berlusconi árið 2005 við Svartahafið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka