Kallar eftir úrsögn Sturgeon

Nicola Sturgeon, fyrrum forsætisráðherra.
Nicola Sturgeon, fyrrum forsætisráðherra. AFP

Ash Reg­an, fyrr­ver­andi ráðherra skosku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, kall­ar eft­ir „rót­tæk­um aðgerðum” til að bregðast við hand­töku Nicola Stur­geon, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, í gær. Þetta hef­ur BBC eft­ir Reg­an.

Reg­an vill að Humza Yousaf, nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins, íhugi það að víkja Stur­geon úr flokkn­um, neiti hún að segja sig sjálf úr hon­um. 

Stur­geon, sem sagði af sér sem for­sæt­is­ráðherra í fe­brú­ar, seg­ist vera sak­laus af mis­gjörðum og talsmaður Skoska þjóðarflokks­ins seg­ir flokk­inn sýna fulla sam­vinnu í rann­sókn­inni. 

Stur­geon var sleppt úr varðhaldi í gær án ákæru, en hún var hand­tek­in vegna rann­sókn­ar á fjár­mál­um Skoska þjóðarflokks­ins (SNP).

Lög­regl­an hafði heim­ild til allt að 12 klukku­stunda yf­ir­heyrslu áður en taka þurfti ákvörðun um hvort gefa ætti út ákæru á hend­ur henni eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert