Silvio Berlusconi er látinn

Silvio Berlusconi er látinn.
Silvio Berlusconi er látinn. AFP

Sil­vio Berlusconi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, er lát­inn 86 ára að aldri. 

Þessu grein­ir Guar­di­an frá. 

Greint hef­ur verið frá því að hann hafi bar­ist við hvít­blæði um nokk­urn tíma. Hann dvaldi á sjúkra­húsi í sex vik­ur í vor vegna þrálátr­ar lungna­bólgu og sýk­ing­ar sem tengd var hvít­blæðinu. 

Berlusconi gegndi embætti for­sæt­is­ráðherra á ár­un­um 1994 til 2011 og leiddi þrjár rík­is­stjórn­ir fyr­ir flokk sinn Forza Italia. 

Stjórn­mála­fer­ill Berlusconi var storma­sam­ur en hann var neydd­ur til þess að segja af sér vegna skulda­ástands á Ítal­íu árið 2011 og var sak­felld­ur fyr­ir skatta­laga­brot árið 2012.

Rétt fyr­ir kosn­ing­arn­ar árið 2018 sneri hann sér aft­ur að stjórn­mál­um eft­ir að banni gegn hon­um hvað varðar fram­boð til embætt­is var aflétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka