Silvio Berlusconi er látinn

Silvio Berlusconi er látinn.
Silvio Berlusconi er látinn. AFP

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn 86 ára að aldri. 

Þessu greinir Guardian frá. 

Greint hefur verið frá því að hann hafi barist við hvítblæði um nokkurn tíma. Hann dvaldi á sjúkrahúsi í sex vikur í vor vegna þrálátrar lungnabólgu og sýkingar sem tengd var hvítblæðinu. 

Berlusconi gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1994 til 2011 og leiddi þrjár ríkisstjórnir fyrir flokk sinn Forza Italia. 

Stjórnmálaferill Berlusconi var stormasamur en hann var neyddur til þess að segja af sér vegna skuldaástands á Ítalíu árið 2011 og var sakfelldur fyrir skattalagabrot árið 2012.

Rétt fyrir kosningarnar árið 2018 sneri hann sér aftur að stjórnmálum eftir að banni gegn honum hvað varðar framboð til embættis var aflétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert