Þjóðar­sorg á mið­viku­dag vegna Berlu­sconi

Berlusconi árið 2019.
Berlusconi árið 2019. AFP/Filippo Monteforte

Þjóðarsorg mun ríkja um gervalla Ítalíu á miðvikudag þegar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Silvio Berlusconi, verður borinn til grafar.

Þá verður fánum einnig flaggað í hálfa stöng.

Leiðtoginn fyrrverandi lést fyrr í morgun eftir baráttu við hvítblæði. Hann var 86 ára gamall.

Útförin fer fram í Duomo dómkirkjunni í Mílanó og mun hefjast klukkan 13.00 á íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert