„Fólk ýmist elskaði hann eða hataði“

Silvio Berlusconi á merkan feril að baki.
Silvio Berlusconi á merkan feril að baki. AFP/Daniel Mihailescu

„Fólk var klofið í afstöðu til hans. Fólk ýmist elskaði hann eða hataði,“ segir stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í samtali við mbl.is um Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem féll frá í gærmorgun.

Hann segir að taktar og málflutningur Berlusconis hafi náð langt út fyrir landsteina Ítalíu.

Berlusconi var fjöl­miðlamó­gúll, millj­arðamær­ing­ur og sá for­sæt­is­ráðherra sem hef­ur verið lengst við völd á Ítalíu. Hann spratt fram á póli­tíska sjón­ar­sviðið snemma á tí­unda ára­tugn­um eft­ir að hafa haslað sér völl í fast­eignaviðskipt­um og sem fjöl­miðla­eig­andi.

Silvio Berlusconi árið 1992.
Silvio Berlusconi árið 1992. AFP/Michel Gangne

Kom fram við kjöraðstæður

Eiríkur segir að Berlusconi hafi komið fram við kjöraðstæður miðað við sínar skoðanir. 

„Það er þarna þróun á svipuðum tíma, til dæmis í Austurríki með Jörg Heider, báðir koma þeir til skjalanna í kjölfar fall Berlínamúrsins og Sovétríkjanna. Þegar miklir straumar verkafólks flæddu yfir frá Austur-Evrópu til Vestur-Evrópu.“

„Þetta eru þau ríki sem eru næst Austur-Evrópu-ríkjunum og fundu fyrst fyrir þessu. Þessar aðstæður gátu stjórnmálamenn nýtt sér,“ og bætir við að ef Berlusconi hefði ekki farið fram þá hefðu mögulega aðrir menn með svipaðan boðskap gert það. 

Berlusconi átti um tíð knattspyrnuliðið AC Milan. Þarna sést hann …
Berlusconi átti um tíð knattspyrnuliðið AC Milan. Þarna sést hann fagna meistaradeildartitlinum árið 2007. AFP/Olivier Morin

Margt líkt með honum og Trump

Hver er arfleifð Berlusconis?

„Berlusconi er einn af fyrstu popúlistunum sem nær völdum og er undanfari stjórnmálamanna sem hafa síðar komið. Það er ýmislegt svipað til dæmis hjá honum og Donald Trump,“ segir Eiríkur og bætir við.

„Hann ruddi braut fyrir „sterka manninum“ sem skoraði stjórnmálakerfið á hólm. Hann bjó til „óvini fólksins“ í huga fólks í landinu.“

Með stuðningi sjón­varps­stöðva sinna og dag­blaða tryggði Berlusconi sér sinn fyrsta kosn­inga­sig­ur árið 1994 með stjórn­mála­hreyf­ing­unni sinni Forza Italia! (Áfram Ítal­ía!), sem var nefnd eft­ir hróp­um á fót­bolta­völl­um. 

Berlusconi með Erdogan og Pútín.
Berlusconi með Erdogan og Pútín. AFP

Flokkurinn lifir kannski ekki, en pólitíkin heldur velli

Mun Forza Italia! þrauka án hans?

„Forza Italia sem slíkur lifir ekki endilega af, en arfleifð hans lifir í Bræðralagi Ítalíu sem er klárlega afsprengi Berlusconis. Pólitíkin hans heldur alfarið velli,“ segir hann og bætir við:

„Í kjölfar Berlusconis hafa popúlísk öfl verið mjög sterk í Ítalíu. Hann hefur haft áhrif á það hvað stjórnmálamenn mega segja og gera.“

Berlusconi stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia!
Berlusconi stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia! AFP/Filippo Monteforte

Höfðaði til ótta fólks

Spurður hvað hafi valdið miklum vinsældum Berlusconis meðal margra segir hann Berlusconi hafa verið góður að finna pólitísk skotmörk og höfða þannig til fólks. 

„Hann var einstaklega lunkinn við að höfða til ótta fólks gagnvart utanaðkomandi ógnum en á sama tíma að benda á innlenda svikara heima fyrir og hæðast að elítu, hefðum og venjum.“

Berlusconi greindist með hvítablæði fyrr á árinu. Hann sagðist hafa sigrast á því en fyrir nokkrum vikum var hann lagður aftur inn á spítala og lést hann þar. Flokkurinn hans Áfram Ítalía! er hluti af samsteypustjórn sem er leidd af Giorgie Meloni.

Þjóðarsorg mun ríkja um gerv­alla Ítal­íu á miðviku­dag þegar Berlusconi …
Þjóðarsorg mun ríkja um gerv­alla Ítal­íu á miðviku­dag þegar Berlusconi verður borinn til grafar. AFP/Anna Kurth
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka