Rútubílstjórinn ók of hratt í þoku

Rútan valt á hringtorgi í Nýja Suður-Wales í Ástralíu.
Rútan valt á hringtorgi í Nýja Suður-Wales í Ástralíu. AFP/Stringer

Bílstjóri rútu sem valt í gær með þeim afleiðingum að tíu farþegar létust er sagður hafa ekið á of miklum hraða í þoku.

Farþegar rútunnar voru á leið úr brúðkaupi þegar slysið varð. Rútan valt á hringtorgi í Nýja Suður-Wales í Ástralíu.

Hinn 58 ára gamli Brett Andrew Button hefur verið ákærður fyrir hættulegan akstur og vanrækslu við akstur. Hann var handtekinn í gær, að því er BBC greinir frá.

Tveir í lífshættu

Fjórtán manns slösuðust og eru enn á sjúkrahúsi, þar af tveir í lífshættu.

Um er að ræða eitt mannskæðasta umferðarslys í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert