Börn Berlusconis berjast um völdin

Starfsmenn Mediaset á Ítalíu kveðja stofnanda fyrirtækisins.
Starfsmenn Mediaset á Ítalíu kveðja stofnanda fyrirtækisins. AFP/Piero Cruciatti

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem lést á mánudag, skilur eftir sig stórt viðskiptaveldi. Hann lætur eftir sig fimm börn sem hann átti með tveimur eiginkonum. Enn er óljóst hvernig veldi hans verður skipt á milli barnanna og spá margir valdabaráttu í anda þáttaraðarinnar Succession.

Berlusconi hafði sjálfur ekkert gefið upp um hinstu óskir sínar um hvernig fjölmiðlaveldi hans og aðrar eignir ættu að skiptast milli barna hans. Það hlutverk var fengið lögfræðingi hans, Michele Carpinelli, og er inntaks erfðaskrár Berlusconis beðið með óþreyju. Þar hefur mikið að segja hvernig fyrirtækinu Fininvest verður skipt milli barnanna.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka