Húsvörður í grunnskóla þriðja fórnarlambið

Ian Coates var á sextugsaldri.
Ian Coates var á sextugsaldri.

Húsvörður í grunnskóla í Nottingham var þriðji maðurinn sem var stunginn til bana í borginni í gærmorgun. 

Í morgun var greint frá nöfnum tveggja ungmenna sem létust einnig í árásinni.

Barna­by Webber og Grace Kumar voru 19 ára gömul er þau fundust látin á Ilkeston Road um klukkan fjögur í gærmorgun.

BBC greinir frá því að rúmlega klukkustund síðar fannst lík Ian Coates í Magdala Road sem er um þrem kílómetrum frá staðnum sem ungmennin fundust á. 

Lík Coates fannst í Magdala Road, nærri grunnskólanum sem hann …
Lík Coates fannst í Magdala Road, nærri grunnskólanum sem hann starfaði hjá. AFP/Darren Staples

Í yfirlýsingu frá grunnskólanum sem Coates starfaði hjá sagði að hann hafi verið „ástkær samstarfsmaður sem var alltaf til taks“.

Coates var á sextugsaldri og var myrtur nærri grunnskólanum sem hann starfaði hjá. 

Árásarmaðurinn stal síðan sendiferðabíl Coates og keyrði á þrjá einstaklinga í Milton Street. Einn er alvarlega særður. 

31 árs gamall maður var handtekinn í gærmorgun. 

Árásarmaðurinn stal sendiferðabíl Coates og keyrði á þrjá einstaklinga.
Árásarmaðurinn stal sendiferðabíl Coates og keyrði á þrjá einstaklinga. AFP/Darren Staples
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert