Nöfn nemendanna sem létust

Grace Kumar og Barnaby Webber voru bæði 19 ára.
Grace Kumar og Barnaby Webber voru bæði 19 ára.

Hin 19 ára gömlu Barnaby Webber og Grace Kumar voru stungin til bana í gærmorgun í Nottingham í Bretlandi. 

BBC greinir frá þessu en auk unga parsins var maður á sextugsaldri einnig stunginn til bana. Eftir stunguárásirnar keyrði árásarmaðurinn á þrjár manneskjur á sendiferðabíl eldri mannsins. 

Eftir stunguárásirnar keyrði árásarmaðurinn á þrjár manneskjur á sendiferðabíl eldri …
Eftir stunguárásirnar keyrði árásarmaðurinn á þrjár manneskjur á sendiferðabíl eldri mannsins sem lést. AFP/Darren Staples

Lögregla hefur ekki gefið út nöfn unga parsins formlega en fjölskylda Webber staðfesti að hann hefði látist. Hann stundaði nám við háskólann í Nottingham og æfði krikket. 

Sky News greinir frá því að Kumar stundaði einnig nám við háskólann og æfði hokkí. Hún spilaði með unglingalandsliðum Englands sem minntust hennar í yfirlýsingu. 

Orsök óljós

Lögregla notaði rafbyssu við handtöku á árásarmanninum. 

Hryðjuverkalögregla Bretlands tekur þátt í rannsókn á málinu, en tengsl árásarmannsins við öfgahópa hafa ekki verið staðfest. Þá eru orsök árásanna óljós. 

Hann er 31 árs gamall og er talin vera innflytjandi frá Vestur-Afríku. 

Ilkeston Road þar sem unga parið var stungið til bana.
Ilkeston Road þar sem unga parið var stungið til bana. AFP/Darren Staples
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert