Frans páfi verður útskrifaður af sjúkrahúsi í Róm á næstu dögum eftir að hafa gengist undir aðgerð á kviðarholi fyrir viku síðan.
Frans er 86 ára gamall og sögðu læknar að aðgerðin hafi tekist vel og að bati hans væri stöðugur.
Öllum opinberum störfum páfans hefur verið aflýst til 18. júní.
Frans glímdi við kviðslit sem hafði myndast í ör eftir aðra aðgerð sem hann hafði farið í.